Föstudagur á ný
Hæ,
Er mættur í skólann og í þetta sinn eru sætin betri. Sætin í hinum salnum sem við höfum verið síðustu daga eru hryllileg. Kirkjubekkir á tímum Spænska Rannsóknarréttarins voru lazyboyjar miðað við það sem við höfðum.
Anyway ég er mættur í skólann. Dagurinn byrjaði á því að við mættum á skrifstofu bæjarstjórans og tókum viðtal við hann um Odense sem háskólabær. Ansi gaman að sitja á skrifstofu Anker Boye, mannsins sem hefur verið mikið í fréttum vegna HC Andersen hátíðahaldanna. Hann hefur nú fengið töluverða gagnrýni þar, en ég man ekki í hverju sú gagnrýni hefur falist. Anyway, viðtalið var áhugavert og Anker karlinn var greinilega klár í kosningar, enda stutt í þær.
Börnin komu til mín í gær. Degi seinna en venjan er af því að ég fór út að borða með bekknum á miðvikudag. Við nutum okkur við að borða fajitas í gærkvöldi. Reyndar voru ekki allir jafnsáttir, en svona tiltölulega náðist að metta liðið.
Í kvöld er svo vikulega pizzuveislan. Allir föstudagar eru Pizzudagar og svo Disneystundin á eftir. Börnin hreint út sagt elska þessa föstudaga og hlakka til alla vikuna. Dísa hlakkar þó kannski mest til.
Jæja nú byrjar tíminn um úrvinnslu gagna í skoðanakönnunum.
bulla meira síðar,
Arnar Thor
Er mættur í skólann og í þetta sinn eru sætin betri. Sætin í hinum salnum sem við höfum verið síðustu daga eru hryllileg. Kirkjubekkir á tímum Spænska Rannsóknarréttarins voru lazyboyjar miðað við það sem við höfðum.
Anyway ég er mættur í skólann. Dagurinn byrjaði á því að við mættum á skrifstofu bæjarstjórans og tókum viðtal við hann um Odense sem háskólabær. Ansi gaman að sitja á skrifstofu Anker Boye, mannsins sem hefur verið mikið í fréttum vegna HC Andersen hátíðahaldanna. Hann hefur nú fengið töluverða gagnrýni þar, en ég man ekki í hverju sú gagnrýni hefur falist. Anyway, viðtalið var áhugavert og Anker karlinn var greinilega klár í kosningar, enda stutt í þær.
Börnin komu til mín í gær. Degi seinna en venjan er af því að ég fór út að borða með bekknum á miðvikudag. Við nutum okkur við að borða fajitas í gærkvöldi. Reyndar voru ekki allir jafnsáttir, en svona tiltölulega náðist að metta liðið.
Í kvöld er svo vikulega pizzuveislan. Allir föstudagar eru Pizzudagar og svo Disneystundin á eftir. Börnin hreint út sagt elska þessa föstudaga og hlakka til alla vikuna. Dísa hlakkar þó kannski mest til.
Jæja nú byrjar tíminn um úrvinnslu gagna í skoðanakönnunum.
bulla meira síðar,
Arnar Thor
Ummæli